Um mig
Ráðgjöf með fókus á lausnir og árangur
Ég veiti rekstrarráðgjöf og aðstoða eigendur fyrirtækja sem vilja vaxa, einfalda reksturinn eða leysa flókin viðfangsefni á raunhæfan hátt. Með yfir áratuga reynslu úr stjórnunar- og ráðgjafastörfum, bæði innan stærri skipulagsheilda og minni fyrirtækja, býð ég upp á heildstæða nálgun þar sem fókusinn er á:
-
Greiningu viðfangsefna og tækifæra
-
Skapandi lausnir sem lækka kostnað og auka verðmæti
-
Stefnumótun og aðgerðaáætlanir
-
Stjórnunarstuðning og ákvarðanatöku
-
Innleiðingu tækni og stafrænna ferla
-
Uppbyggingu fyrirtækjarekstrar og innri verklags
Ég legg ríka áherslu á praktíska nálgun, persónuleg samskipti og að láta hlutina gerast — með því að byggja á þeirri reynslu sem ég hef öðlast sem framkvæmdastjóri, rekstrarstjóri og ráðgjafi í ólíkum atvinnugreinum, allt frá landbúnaði yfir í verslun til tækni og þjónustu.
​

